Skotveiðimenn ósáttir við gjaldtöku
Skotveiðimenn eru ekki sáttir við þá gjaldtöku sem Húnaþing vestra tekur fyrir veiðar á Arnarvatnsheiði og Tvídægru þar sem þeir halda því fram að þessi svæði séu almenningur og þar megi hver sem er veiða.
Leó Örn Þorleifsson, oddviti Húnaþings vestra sagði í viðtali við RÚV um helgina að að sveitarfélagið eigi þessi svæði. Hann segir eignaréttinn byggja á gömlum landamerkjabréfum, og hann telur því alveg ljóst að sveitarfélagið hafi óskoraðan eignarétt og því í fullum rétti til að setja reglur um veiði á þessum svæðum. Reglur sem felast í því að skotveiðimenn utan sveitarfélagsins þurfa að greiða 7500 krónur fyrir veiðileyfið. Og þeir eru hvattir til þess að tilkynna um þá sem koma til veiða án þess að hafa leyfi. Óbyggðanefnd á eftir að fjalla um þjóðlendumál á þessu svæði - sem er að sjálfsögðu það sem deilan stendur um. Hvort til dæmis Arnarvatnsheiði sé almenningur eða eignarland. Leó Örn telur fullvíst að niðurstaðan þar verði hagstæð fyrir Húnaþing vestra. Hann segist ekki hafa séð neitt sem ætti að breyta þeim eignarrétti sem þeir telja sig hafa.
/Rúv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.