Skrappað í Kántrýbæ
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
23.10.2008
kl. 09.42
Á vefnum Skagaströnd.is kemur fram að nokkrar konur á Skagaströnd hafi komið saman og „skrappað“ í Kántrýbæ.
Þær sátu og sköppuðu fagurlegar skreyttar myndasíður og höfðu alls kyns tól og tæki auk smekkvísi og hugmyndaauðgi að vopni. Skrappaðar myndasíður af börnunum voru greinilega eitthvað sem kom til greina sem jólagjöfin til afa og ömmu í ár og jólakortin áttu góða möguleika á að vera handunnin og fallega skröppuð, segir ennfremur á Skagagrönd.is.
En hvað er skrapp?
Hægt er að skoða vefsíðu sem er tileinkuð íslenskum skröppurum og hægt er að nálgast hana hér