Skýjað og súld við ströndina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.10.2014
kl. 08.34
Norðaustan 5-13 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra, skýjað og súld við ströndina. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s. Léttskýjað á S- og SV-landi, annars skýjað og dálítil væta NA-lands. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Norðan 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning á NA- og A-landi, en léttskýjað SV-til. Hiti 1 til 8 stig.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar él. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark í innsveitum.
Á þriðjudag:
Suðaustanátt og víða þurrt, en lítilsháttar rigning SV-lands.