Slátrun fyrir Bandaríkjamarkað hafin hjá SKVH
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
12.08.2014
kl. 13.44
Sláturhús KVH á Hvammstanga var með fyrstu sauðfjárslátrun ársins í gær, en þar var slátrað um sex hundruð kindum.
Lambakjötið fer svo allt ferskt á Bandaríkjamarkað, en að sögn Magnús Freys Jónssonar framkvæmdarstjóra hefur SKVH sinnt sælkeraverslunum Whole Food Markets frá árinu 2007. Haustið 2007 fóru 25 tonn af lambakjöti út, haustið 2012 um 200 tonn og er nú stefnt í aukningu í 250 tonn.