Slösuð kona sótt í Forsæludal
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.09.2014
kl. 13.33
Björgunarsveitir Húnavatnssýslu voru kallaðar út fyrir hádegi í dag þegar sækja þurfti konu, sem meiddist á hné. Samkvæmt vef Landsbjargar var hún þá stödd fyrir ofan Forsæludal í Vatnsdal og bera þurfti hana um 200-300 m leið í fjalllendi til að koma henni í sjúkrabíl.
Fyrsti hópur björgunarmanna, ásamt sjúkraflutningsmanni, var kominn að konunni rétt fyrir klukkan 12:00 og um hálftíma síðar var hún komin í sjúkrabíl sem flutti hana á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar.