Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra
Um helgina verður Söguleg safnahelgi á Norðurlandi vestra en hún hefur verið haldin nokkur undanfarin ár. Fimmtán söfn, sýningar, handverkshús, sviðamessa og listasmiðja opna hús sín fyrir gestum og gangandi.
Í flestum tilfellum verður opið í Húnavatnssýslunum á laugardeginum en í Skagafirði á sunnudeginum og er opnunartíminn kl. 13-17 nema annað sér tekið fram hér að neðan. Heimamenn og gestir eru boðnir hjartanlega velkomnir í heimsókn.
Í Húnavatnssýslunum báðum verður opið á laugardeginum en í Skagafirði á sunnudeginum. Opnunartíminn er 13-17 báða dagana nema að annað sé tekið fram í meðfylgjandi auglýsingu. Við bjóðum heimamenn og aðra gesti hjartanlega velkomna til okkar í heimsókn.
Föstudagur 10. og laugardagur 11. október kl. 20:00
Sviðamessa húsfreyjanna á Vatnsnesi
Laugardagur 11. október kl. 13-17
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði
Langafit handverkshús á Laugarbakka
Bardúsa og verslunarminjasafnið á Hvammstanga
Selasetrið á Hvammstanga
Eyvindarstofa á Blönduósi
Þingeyrarkirkna í A-Húnavatnssýslu
Rannsóknarsetur H.Í. á Norðurlandi vestra – málþing
Sjá: www.sagnfraedinafelag.net
Spákonuhof á Skagaströnd
-Kaffi á könnunni og skemmtilegheit
Árnes á Skagaströnd
-Sýning á heimili frá fyrri hluta 20. Aldar
Nes listamiðstöð á Skagaströnd
-Vinnustofur listamanna
Sviðamessa húsfreyjanna á Vatnsnesi kl. 20
Sunnudagur 12. október
Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ
-Opið kl 10-17
Á Sturlungaslóð
-Hægt að panta leiðsögn í síma 899 2027
Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal
-Opið 13-17.