Sögulegar kvikmyndir aðgengilegar á nýjum vef

Við eggjatekju í Skagafirði árið 1939. Skjáskot af vefnum Ísland á filmu.
Við eggjatekju í Skagafirði árið 1939. Skjáskot af vefnum Ísland á filmu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði á dögunum streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi.

Um 300 myndskeið eru á vefnum sem sýna Ísland á ótal vegu, mannlíf og menningu, sögulega atburði, náttúru og fjölbreytt mannlíf. Elsta efnið á vefnum er frá árinu 1906, en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Vefurinn er unninn í samstarfi við Dansk Film Institut.

Á vefnum er að finna 18 myndskeið frá Norðurlandi vestra, tvö úr Hrútafirði og 16 úr Skagafirði. Flest eru þau frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar.

Myndskeið frá Norðurlandi vestra  má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir