SSNV auglýsir eftir atvinnuráðgjafa í Húnaþingi vestra
SSNV atvinnuþróun óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf atvinnuráðgjafa. Um er að ræða mjög fjölbreytt og spennandi starf sem gefur sjálfstæðum og skapandi einstaklingi möguleika á að þróast í starfi. Starfsstöð atvinnuráðgjafans verður á Hvammstanga.
Starfssvið:
- Samstarf með fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og sveitarfélögum að atvinnuþróun, nýsköpun og ýmsum öðrum verkefnum á svæðinu.
- Aðstoð við gerð úttekta, áætlana og önnur verkefni sem lúta að hagsmunum atvinnulífs og búsetuskilyrðum á Norðurlandi vestra.
- Þátttaka í samningsbundnum verkefnum og samstarfi innan lands og utan.
- Undirbúningur nýrra verkefna og viðburða og ýmis önnur störf sem tengjast starfsemi SSNV atvinnuþróunar og rekstrareininga í landshlutanum.
Menntun og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Góð þekking, innsæi og áhugi á atvinnumálum og búsetuskilyrðum á landsbyggðinni.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur.
- Frumkvæði, metnaður og hagnýt starfsreynsla.
Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2014. (Póststimpill gildir).Nánari upplýsingar veitir Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri SSNV, sími 455 2510, netfang: kata@ssnv.is
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá í pósti (ekki tölvupósti) merktar:
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra,
Katrín María Andrésdóttir,
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
“Atvinnuráðgjafi – Húnaþing vestra“.