Stelpurnar taka á móti Skallagrími í kvöld

Undirbúningur meistaraflokka Tindastóls í körfunni stendur nú sem hæst og hafa æfingaleikir farið fram undanfarnar vikur. Í kvöld taka stelpurnar á móti Skallagrími í enn einum æfingaleiknum og hefst hann 20:00 í Síkinu.

Búast má við hörkuleik þar sem stelpurnar ætla að sýna hvað í þeim býr fyrir komandi átök í 1. deildinni en Skallagrímur leikur deild ofar eða í Domino´s deildinni.

Fyrsti leikur í Íslandsmótinu hjá Stólastelpum fer fram laugardaginn 5. október gegn Fjölni og eru allir körfuboltaunnendur hvattir til að mæta í Síkið og styðja stelpurnar í baráttunni.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir