Stjórn körfuknattleiksdeildar endurkjörin

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls (kkd) var endurkjörin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Stjórn kkd skipa næsta árið: Stefán Jónsson formaður, Una Sigurðardóttir gjaldkeri, Björn Hansen, Hafdís Einarsdóttir og Ólafur Björn Stefánsson.

Aðalfundur Kkd var haldin á skrifstofu félagsins og voru þar á dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var kosinn Eiríkur Loftsson og leiddi hann fundinn af mikilli fagmennsku. Fóru formenn stjórnar og unglingaráðs með skýrslur sinna deilda og gjaldkerar deildanna fóru yfir reikninga félagsins, sem voru samþykktir af fundargestum. Lítils háttar hagnaður varð bæði af stjórn deildarinnar og unglingaráði. Kom fram ein tillaga frá stjórn á fundinum og var hún samþykkt einróma.

Fleiri fréttir