Stöku skúrir í dag en rigning með köflum á morgun
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðaustan 5-10 m/s og stöku skúrir, en suðvestan 8-15 eftir hádegi, hvassast á annesjum. Rigning með köflum á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðvestan og vestan 8-13 m/s og víða rigning, en rofar til S- og A-lands um kvöldið. Hiti 9 til 14 stig.
Á fimmtudag:
Gengur í sunnan 10-15 m/s með vætu V-til, en annars hægari og yfirleitt léttskýjað. Hiti 9 til 14 stig.
Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Áfram fremur hlýtt, einkum NA-lands.
Á laugardag:
Suðvestan strekkingur og skúrir á V-verðu landinu, en annars bjart veður. Áfram milt veður.
Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir sunnanáttir með vætu, en þurrt að mestu NA-til og hlýnar heldur.