Stólastúlkur taka á móti ÍR í kvöld

Í kvöld munu stelpurnar í Tindastól taka á móti botnliði Inkasso-deildar kvenna í fótbolta á Sauðárkróksvelli. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið en með sigri geta heimastúlkur komið sér upp að hlið Þróttar, sem sitja nú í öðru sæti deildarinnar, fari svo að hann tapi sínum leik sem einnig fer fram í kvöld. ÍR vantar enn stig til að koma sér af botninum og hingað koma þær til að freista þess svo búast má við spennandi leik á Sauðárkróki í kvöld.

Fyrir tímabilið spáðu þjálfarar og fyrirliðar í Inkasso-deild kvenna Tindastóli í 7. sæti af þeim tíu sem leika í deildinni. Það hlustuðu Stólar ekki á og hafa átt fína spretti í sumar og oft mikla markaleikir.

„Varðandi gengið þá er það, já, framar væntingum en ég treysti því að stelpurnar haldi sig á jörðinni, við höfum enn ekki náð okkar fyrsta markmiði sem er að tryggja þann stigafjölda sem þarf til að halda sér örugglega uppi í deildinni. Þegar það markmið er komið getum við hugsað lengra. En auðvitað erum við mjög ánægð með stigasöfnunina hingað til,“ segir Jónsi, Jón Stefán Jónsson, þjálfari Stóla.

Allir á völlinn og styðjum stelpurnar í baráttunni.

Staðan í deildinni

Tengd frétt: Framundan í boltanum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir