Styrkir veittir úr Húnasjóði

Á föstudag fór fram á Cafe Sirop á Hvammstanga styrk- og viðurkenningaveiting á vegum sveitarfélagsins Húnaþings vestra og Húnasjóðsins. Um var að ræða 100.000 króna námsstyrki annars vegar og umhverfisviðurkenningar hins vegar.

Styrkina fengu Berglind Gunnarsdóttir, Eyþór Eðvaldsson, Guðjón Loftsson, Hrönn Björnsdóttir, Sæunn Sigvaldadóttir, Sölvi Eðvaldsson og Unnsteinn Andrésson. Styrkirnir nema 100.000 krónum á umsækjanda.

Umhverfisviðurkenningar fengu Garðar Hannesson og Fjóla Eggertsdóttir fyrir snyrtilega og vel hirta lóð á Ásbraut, Sólrún Þorvarðardóttir og Börkur Benediktsson fyrir fallegt og vel hirta landareign að Núpsdalstungu og Ragnar Benediktsson fyrir fallega útlítandi skógrækt við Austurárgil í Miðfirði.

Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntuní Húnaþingi vestra. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé skv. fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.

Myndir hægt að skoða HÉR

/Norðanátt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir