Styttist í stóðréttir

Nú eru menn í Húnaþingi vestra farnir að huga að stóðréttum í Víðidal en eins og venjulega eru þær fyrsta laugardag í október.

Föstudaginn 1. október verður stóðinu smalað til byggða og daginn eftir verður réttað í Víðidalstungurétt þar sem búast má við fjölda efnilegra unghrossa.  

Í tilkynningu frá Hrossaræktarfélagi Víðdælinga er fólk hvatt til að taka helgina frá en nánar verður viðburðurinn auglýstur síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir