Sumaræfingar körfuboltans byrja í dag

Nú eru sumaræfingarnar í körfubolta hjá Tindastóli að fara af stað aftur eftir tveggja vikna frí. Eru þær í umsjón Helga Freys Margeirssonar. Æfingarnar verða á mánudögum kl. 16:30-18:00 og á miðvikudögum kl. 17:30-19:00, stelpur og strákar alltaf á sama tíma. Fyrsta æfingin verður í dag,  miðvikudaginn 2. júlí.

Framundan er Unglingalandsmót á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og fyrir þá sem ætla að keppa þar í körfubolta er um að gera að mæta á þessar æfingar. Eins er gott að nýta æfingar á sumrin til að m.a. bæta boltameðferð og skot. Upplýsingar um körfuboltaæfingar og fleira er að finna á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir