Nú hefur sundlaugin á Hofsósi verið opnuð aftur eftir lokun v/viðgerðar og viðhalds. Eflaust margir fastagestir sem fagna þessu enda sundlaugin búin að vera lokuð síðan 8. september.
Frá og með þessari opnun hefst vetraropnun og er hún sem hér segir:
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 17.11.2025
kl. 15.26 oli@feykir.is
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna en það er Svanberg Óskarsson sem tekur við Lengjudeildarliði Stólastúlkna. Fram kemur í tilkynningu frá kkd. Tindastóls að Svanberg hefur síðastliðin ár þjálfað utan landssteinanna en hann hefur þjálfað hjá Fortuna Hjörring í Danmörku og núna síðast starfaði hann hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum.
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 17.11.2025
kl. 14.02 oli@feykir.is
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt fjárhagsáætlun 2026-2029. A-hluti sveitarfélagsins skilar rúmlega 55 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu, og samstæðan í heild skilar 91 milljón króna jákvæðri afkomu. Tekjur ársins 2026 eru áætlaðar 1.096 milljónir króna, reksturinn er stöð-ugur og veltufé frá rekstri sterkt, eða 170 milljónir króna. Það gerir sveitar-félaginu kleift að halda áfram mikilvægum fram-kvæmdum án þess að taka lán. Skuldir sveitarfélagsins við lánastofnanir nema 73 mkr.
Í 43. tölublaði Feykis sl. miðvikudag birtist grein eftir fimmmenninga sem lýsa þar yfir vonbrigðum sínum með að ekki skuli gert ráð fyrir tónlistarsal og tónlistarkennslu í nýju Menningarhúsi sem áformað er að byggt verði við Safnahús Skagfirðinga við Faxatorg. Síðan hafa fleiri komið fram á ritvöllinn af sama tilefni. Á því hef ég ákveðinn skilning og ber mikla virðingu fyrir framlagi greinarritara og alls tónlistarfólks til skagfirskrar menningar. Jafnvel þótt mér sé sjálfri frámunað að halda lagi eða leika á hljóðfæri hef ég ánægju af tónlist og fer oft á tónleika. Hins vegar olli mér vonbrigðum að þeir fimmmenningarnir skyldu nota tækifærið til að kveða upp hálfgerðan dauðadóm yfir starfsemi bókasafna.
Ekki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni 16.11.2025
kl. 15.55 oli@feykir.is
Það styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.
Í 43. tölublaði Feykis sl. miðvikudag birtist grein eftir fimmmenninga sem lýsa þar yfir vonbrigðum sínum með að ekki skuli gert ráð fyrir tónlistarsal og tónlistarkennslu í nýju Menningarhúsi sem áformað er að byggt verði við Safnahús Skagfirðinga við Faxatorg. Síðan hafa fleiri komið fram á ritvöllinn af sama tilefni. Á því hef ég ákveðinn skilning og ber mikla virðingu fyrir framlagi greinarritara og alls tónlistarfólks til skagfirskrar menningar. Jafnvel þótt mér sé sjálfri frámunað að halda lagi eða leika á hljóðfæri hef ég ánægju af tónlist og fer oft á tónleika. Hins vegar olli mér vonbrigðum að þeir fimmmenningarnir skyldu nota tækifærið til að kveða upp hálfgerðan dauðadóm yfir starfsemi bókasafna.
Síðastliðin átta ár hefur dóttir mín stundað fiðlu og píanónám við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Í fiðlunáminu er gert ráð fyrir að foreldri komi með barni sínu í kennslustundir fyrsta árið, og ég hef því setið í ótal kennslustundum og nokkrum mismunandi kennslustofum í gegnum tíðina. Ég tel mig því þekkja nokkuð vel til starfseminnar.
Boðuð hefur verið bygging húss skagfirskrar lista- og safnastarfsemi á Sauðárkróki sem á að vera tilbúin á næstu árum. Það er spennandi verkefni og mun efla samfélagið á Sauðárkróki og víðar. Varðandi starfsemi hússins hefur verið tekið fram að það verði leik- og safnahús en ekki aðstaða til tónlistarflutnings og að Miðgarður í Varmahlíð hafi það hlutverk.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.