Nú hefur sundlaugin á Hofsósi verið opnuð aftur eftir lokun v/viðgerðar og viðhalds. Eflaust margir fastagestir sem fagna þessu enda sundlaugin búin að vera lokuð síðan 8. september.
Frá og með þessari opnun hefst vetraropnun og er hún sem hér segir:
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni 18.01.2026
kl. 22.08 oli@feykir.is
Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 8. janúar síðastliðinn var fjallað um breytingu á deiliskipulagi vegna Freyjugötu en Gunnar Bjarnason ehf. sækir um svæðið sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9 – eða hluta svokallaðs Freyjugötureits þar sem m.a. bílaverkstaði KS stóð áður. Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra út í málið.
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Á kjörtímabilinu sem er að líða hefur Sjálfstæðisfélag Skagfirðinga verið afar virkt. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum fundum og viðburðum með þingmönnum og öðrum áhugaverðum gestum, þar sem málefni samfélagsins hafa verið rædd af krafti og einlægni - nú síðast í Miðgarði þar sem við ræddum um orkumál á Norðurlandi og fengum til okkar góða gesti. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel þessir viðburðir hafa verið sóttir og ekki síður að nýtt fólk hafi reglulega bæst í hópinn með okkar góðu fastagestum.
Alor hefur lokið sínu fyrsta hlutafjárútboði þar sem félagið sótti 100 milljónir króna frá fjárfestum. Fjármagnið verður m.a. nýtt til þess að hraða innleiðingu stærri sólarorkuverkefna á Íslandi og efla vöruþróun orkugeymslna úr notuðum rafbílarafhlöðum. Alor hefur þegar sett upp fimm sólarorkukerfi í fjórum landshlutum og frumgerðir rafhlöðuorkugeymslna hafa verið útbúnar og samstarf með fyrstu viðskiptavinum lofar góðu.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Gestur Guðnason er alinn upp á Króknum en býr nú í Reykjavík og starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Seltjarnarness og Tónsali. Gestur er af árgangi 1975, sonur Valgerðar Einarsdóttur og Guðna Friðrikssonar. Hljóðfæri Gests er gítar en hann segist kunna Bleika pardusinn á píanó og Come As You Are á trommur. „Myndi samt hvorugt sitja með taktmæli,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hef þó spilað rafbassa inn á eigin upptökur og líka á hestamannaballi í Húnavatnssýslu. Á það líka til að hefja upp raust mína – flokkast röddin ekki sem hljóðfæri?“ Aðspurður um helstu tónlistarafrekin segir hann: „Ef ég þarf að gera upp á milli margra skemmtilegra verkefna sem ég hef tekið þátt í, held ég að ég yrði að nefna þau tvö sem ég hef lagt mesta vinnu í sjálfur en það eru tvær breiðskífur sem innihalda báðar eingöngu mín lög og texta. Sú fyrri er platan Lykill að skírlífsbelti með Númer Núll, sem ég gaf út árið 2008, og seinni platan Höfuðsynd með Atónal Blús, sem ég gaf út árið 2014.“