Sushi veisla á Holtavörðuheiði á tveggja ára afmælinu

Eins og sjá má var aðkoman ekki sú skemmtilegasta

 gær voru tvö ár frá því að Björgunarsveitin Húnar var stofnuð með sameiningu Bjsv. Káraborgar og Flugbjörgunarsveitar V-Hún en á afmælisdaginn fékk sveitin aðstoðarbeiðni um sexleytið vegna trailers er hafði oltið á Holtavörðuheiði fullur af ísuðum steinbít.

 Aðkoman var frekar óskemmtileg þar sem öll körin voru á hliðinni inni í gámnum og þurfti að handtína svo til hvern einasta fisk aftur í körin. Þetta voru um sextíukör sem voru í gámnum. Verkefnið gekk vel þó veðrið og aðstæður væru frekar erfiðar og voru síðustu menn komnir aftur af heiðinni kl 03:30 í nótt.

Er við vorum að losa gáminn kom beiðni frá Neyðarlínunni um að fólksbíll væri fastur sunnar á heiðinni, sendum við strax af stað bíl. Fólksbíllinn fannst ekki og er farið var að athuga með hann kom í ljós að búið var að draga hann upp og hafði ökumaðurinn ekki tilkynnt að búið væri að losa bílinn. Það er mikilvægt að þeir standa í sömu sporum og hafa kallað eftir aðstoð björgunarsveitar láti vita ef þeim hafi verið veitt aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir