Svalast á annesjum í dag
Norðan og norðaustan 5-10 m/s og þokusúld með köflum við sjóinn verður á Ströndum og Norðurlandi vestra í dag, en bjartara inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig, svalast á annesjum.
Á morgun verður norðan 5-10 m/s. Súld eða rigning með köflum NA-til, skýjað og þurrt að kalla NV-lands, en bjartviðri á S- og V-landi. Hiti 7 til 12 stig um landið N-vert, en 12 til 18 stig syðra.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Minnkandi norðanátt. Lítilsháttar væta NA-til framan af degi, stöku skúrir syðst, en bjartviðri annars staðar. Hiti frá 6 stigum á NA-landi, upp í 17 stig S-lands.
Á fimmtudag:
Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað um landið vestanvert og smásúld með ströndinni, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast á A-landi.
Á föstudag:
Norðan 5-10 m/s með dálítilli rigningu um landið N-vert, en skúrir syðra. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Bjartviðri S- og V-lands og milt yfir daginn, en dálítil væta á N- og A-landi og fremur kalt í veðri.
Á sunnudag:
Líkur á vestlægri átt með smásúld um landið V- og N-vert.