Sveit GSS sigraði í 2. deild kvenna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.08.2014
kl. 11.51
Það voru heimakonurnar í sveit Golfklúbbs Sauðárkróks (GSS) sem sigruðu í Sveitakeppni GSÍ á Hlíðarendavelli í 2. deild kvenna síðastliðinn sunnudag. Samkvæmt vef Golfklúbbs Sauðárkróks unnu kvenna- og karlasveit GSS báðar sínar viðureignir í úrslitum á Íslandsmótinu í sveitakeppni.
Kvennasveitin tryggði sér sigur með 3-0 sigri á sveit Golfklúbbs Selfoss. Þær munu því keppa í fyrstu deild að ári. Karlarnir sigruðu heimamenn á Vatnleysuströnd í úrslitaleik í 4. deild karla 3-0 og keppa því í þriðju deild að ári.