Svínavatn 2018 á morgun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
02.03.2018
kl. 11.05
Ísmót hestamanna á Svínavatni verður haldið laugardaginn 3. mars og hefst stundvíslega klukkan 12 á B-flokki, síðan kemur A-flokkur og endað er á tölti. Úrslit verða riðin strax á eftir hverri grein. Ráslistar, aðrar upplýsingar og úrslit þegar þar að kemur eru birtar á heimasíðu mótsins is-landsmot.is
Í tilkynningu frá mótsnefnd segir að gott hljóðkerfi og útvarpsútsending þar sem einkunnir verða kynntar jafnóðum verði á staðnum ásamt veitingasölu með heitum drykkjum, samlokum, pylsum o.fl. og að Posi sé innan seilingar.
Aðgangur er ókeypis og allir hvattir til að koma og njóta þessarar mestu gæðingaveislu ársins á svæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.