Tækifæri kaupir sjónvarpsstöðina N4

Eigendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri hafa samþykkt kauptilboð fjárfestingarfélagsins Tækifæris á öllu hlutafé fyrirtækisins. N4 rekur tvo miðla, N4 Dagskrá Norðurlands og N4 Sjónvarp.

Í frétt á vef RÚV segir að kauptilboðið hafi verið gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, en stefnt er að því að nýir eigendur taki við rekstrinum 1. október. Viðræður standa yfir við fjárfesta um aðkomu að kaupunum.

Fleiri fréttir