Þjóðhátíðarkaffi í Skagabúð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
13.06.2014
kl. 11.30
Kvenfélagið Hekla verður með sitt árlega og sívinsæla kaffihlaðborð í Skagabúð á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, frá klukkan 14 til 17. Milli klukkan 15 og 16 munu félagar úr hestamannafélaginu Snarfara bjóða börnum að fara á hestbak.
Það er því tilvalið að skella sér á Skagann og kíkja í kaffi. Kaffihlaðborðið kostar 1.500 krónur fyrir 13 ára og eldri, 1.000 krónur fyrir 7-12 ára og frítt fyrir 6 ára og yngri. Enginn posi er á staðnum.