Þokuloft, súld og rigning í dag
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er norðan 3-8 m/s. Þokuloft eða súld en rigning. Dregur úr úrkomu í kvöld en þokuloft á morgun, einkum við ströndina. Hiti 8 til 14 stig. Á vef Vegagerðarinnar eru vegfarendur beðnir um að sýna sérstaka aðgát vegna jarðsigs á Siglufjarðarvegi.
Á vefnum kemur einnig fram að vegir á hálendinu víða mjög blautir og miklir pollar hafa myndast í slóðum. Nokkuð hefur borið á að vegfarendur reyni að komast framhjá þessum pollum með því að aka utan slóða.
„Vakin er athygli á að þessi utanvegaakstur er stranglega bannaður, jarðvegur utan slóða er nú mjög blautur og mikil hætta á skemmdum,“ segir á vefnum.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðaustan og síðar sunnan 5-13 m/s og rigning með köflum en hægari suðlæg átt og bjartviðri um landið NA-vert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.
Á fimmtudag:
Hægt vaxandi austan og suðaustanátt, 8-15 m/s um kvöldið en mun hægari NA-til. Rigning eða súld V-til en bjart með köflum um landið A-vert. Talsverð rigning S- og V-lands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Austan 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni. Rigning um landið sunnanvert, annars bjart með köflum en þokuloft með ströndinni, einkum austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-til.
Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt með rigningu syðst, annars skýjað með köflum og líkur á þokulofti austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast V-lands.
Á sunnudag og mánudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt og lítilsháttar væta SA-til annars víða bjartviðri og hlýtt í veðri.