Þokusúld með köflum við sjóinn en bjartara inn til landsins
Norðaustlæg eða breytileg átt er á Ströndum og Norðurlandi vestra, 3-10 m/s og þokusúld með köflum við sjóinn, en bjartara inn til landsins. Norðan 3-8 á morgun og bjartviðri. Hiti 6 til 13 stig, svalast á annesjum.
Á morgun, miðvikudag, er minnkandi norðanátt. Lítilsháttar væta NA-til framan af degi og stöku skúrir syðst, en bjartviðri annars staðar. Hiti frá 6 stigum á NA-landi, upp í 15 stig SV-lands.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað um landið vestanvert og smásúld með ströndinni, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 15 stig.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s. Rigning um mest allt land, síst SV-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast S-lands.
Á laugardag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s. Rigning N- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Dálítil súld öðru hvoru NA- og A-til, en annars bjart með köflum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast SV-lands.
Á mánudag:
Lítur út fyrir hæga breytilega átt og bjartviðri víðast hvar. Hiti 10 til 15 stig.