Þóranna Ósk sigraði í hástökki
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.01.2015
kl. 09.02
Keppendur UMSS stóðu sig vel á fyrsta stórmóti ársins í frjálsíþróttum, Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum (RIG), sem fram fóru í Laugardalshöllinni í Reykjavík sl. laugardag. Á fimmta hundrað erlendra gesta komu til leikanna í ár, til viðbótar við 2000 íslenskra þátttakenda, samkvæmt vef ÍSÍ. Keppt var í 20 íþróttagreinum.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, stökk 1,64m.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi karla, hljóp á 7,01sek.
Ragna Vigdís Vésteinsdóttir varð í 4. sæti í hástökkinu með 1,58m (pm).
Ísak Óli Traustason varð í 4. sæti í 60m grindahlaupi á 8,85sek. (pm).
Nánari upplýsingar um mótið má nálgast á vef Tindastóls.