Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga á Ólafsfirði

Þriðja mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram á Ólafsfirði síðastliðinn sunnudag, 27. júlí. Samkvæmt vef GSS átti Golfklúbbur Sauðárkróks 11 af 47 þátttakendum.

Þátttakendur frá GSS voru þau Anna Karen Hjartardóttir, Arnar Freyr Guðmundsson, Arnar Geir Hjartarson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hildur Heba Einarsdóttir, Maríanna Ulriksen, Reynir Bjarkan Róbertsson, Telma Ösp Einarsdóttir, Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir.

Keppnin var jöfn og spennandi í flestum flokkum og veðrið lék við keppendur. Kylfingar úr Golfklúbbi Sauðárkróks unnu til nokkurra verðlauna á mótinu. Anna Karen Hjartardóttir sigraði í byrjendaflokki stúlkna, Reynir Bjarkan Róbertsson varð í 2.sæti í byrjendaflokki stráka. Maríanna Ulriksen sigraði í flokki 12 ára og yngri stúlkna. Hákon Ingi Rafnsson varð í 2.sæti í flokki 14 ára og yngri, Elvar Ingi Hjartarson varð í 2.sæti í flokki 15-16 ára og Arnar Geir Hjartarson varð í 2.sæti í flokki 17-21 árs. Öll úrslit má finna á www.golf.is

Þá unnu Arnar Freyr Guðmundsson og Anna Karen Hjartardóttir vippkeppni í sínum flokkum.

Myndir af mótinu er að finna inni á facebook síðu GSS, Golfmyndir GSS.

Fleiri fréttir