Þrír styrkir til ferðamála í Nv-landi

Frá Grettishátíð

Nú fyrir helgi var  eitt hundrað milljónum króna úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.

Alls bárust 210 umsóknir um styrkina og lýsir það þeirri grósku sem er í ferðaþjónustu hér á landi. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar.

 

 

Þau verkefni af N-vesturlandi er hlutu náð fyrir augum úthlutunarnefndar eru Á selaslóðum og Grettisþrautir á Hvammstanga sem fengu eina og hálfa milljón króna hvort og Ísbjarnarævintýrið á Blönduósi fær 525 þúsund krónur.

Það vekur athygli að verkefnin Sögusetur Íslenkra hestsins og Sturlungaverkefnið sem Skagfirðingar sóttu styrki út á fengu ekkert í sinn hlut.

 

Hér fyrir neðan má sjá þau verkefni sem styrkt voru af Iðnaðarráðuneytinu

 

Uppbygging ferðaþjónustu á landsbyggðinni - byggðaáætlun

Styrkir iðnaðarráðuneytisins árið 2009

 
     
     
     

Styrkur

Heiti verkefnisins

Staður

11.000.000

Þjónustuhús við Akureyrarhöfn

Akureyri

8.000.000

Viskubrunnur í Álfalundi

Akranesi

6.300.000

Uppbygging aðstöðu í Grundarfjarðarhöfn

Grundarfjörður

5.000.000

Vatnasetur

Vestfirðir

5.000.000

Jöklaveröld í Hoffelli

Höfn

5.000.000

Þjónustuhús á hjólum við Ísafjarðarhöfn

Ísafjörður

4.500.000

Urðarbrunnur

Hveragerði

4.500.000

Menntaferðasetur

Svartárkot

4.000.000

Þingeyskt og þjóðlegt

Húsavík

4.000.000

Ylströnd við Urriðavatn ásamt heitri laug

Egilsstaðir

4.000.000

Hafnartorg og blómatorg

Vestmannaeyjar

3.000.000

Tröllagarðurinn í Fossatúni

Borgarbyggð

2.500.000

Laufabrauðssetur Íslands

Akureyri

2.500.000

Sjóræningjahúsið

Patreksfjörður

2.500.000

Fuglastígur á Norðausturlandi

Húsavík

2.500.000

Uppbygging móttökuaðstöðu í Djúpavogshöfn

Djúpavogshreppur

2.000.000

Aldamótabærinn Seyðisfjörður

Seyðisfjörður

2.000.000

Fléttuferðir um Vesturland og Suðurland

Vesturland

1.700.000

Garðyrkju- og blómasýning 2009

Hveragerði

1.500.000

Á selaslóðum

Hvammstangi

1.500.000

Brúðuheimar

Borgarnes

1.500.000

Grettisþrautir- þróun leiktækja í anda Grettissögu

Hvammstangi

1.200.000

Grænt Íslandskort

Eyrarbakki

1.200.000

Töfraland jólanna

Mývatn

1.200.000

Bætt aðstaða við Bökkugarð

Húsavík

1.000.000

Snorri Sturluson

Reykholt

1.000.000

Heiðarbýlin

Egilsstaðir

1.000.000

24x24 -Glerárdalur og Tröllaskagi

Akureyri

1.000.000

Guðrúnarlaug í Sælingsdal

Búðardalur

1.000.000

Hvalbein í Skrúði

Dýrafjörður

1.000.000

Stofnun Local Food Store, Heimamarkaðsbúðar

Höfn

1.000.000

Heilsuþorp

Flúðir

1.000.000

Snorralindir við Deildartunguhver

Borgarnes

1.000.000

Skrímslasetur

Bíldudal

525.000

Ísbjarnarævintýrið

Blönduós

500.000

Hestvagnar á Akureyri

Akureyri

500.000

Menningarleg tækifæri í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar

500.000

Göngu- og gleðivikan ,,Á fætur í Fjarðabyggð" 2009

Eskifjörður

500.000

Uppbygging Hverahólmans í Grafarhverfi

Flúðir

190.000

Bændagolf á Langanesi

Þórshöfn

Fleiri fréttir