Þróunarsjóðurinn Ísland allt árið
Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við markaðsátakið Ísland allt árið, en það er þriggja ára verkefni ætlað að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi.
Samkvæmt heimasíðu Landsbankans er stofnendum sjóðsins ætlað að taka virkan þátt í uppbyggingu fyrirtækja og verkefna í ferðaþjónustu sem geta skapað heilsársstörf og aukið þannig tekjur í atvinnugreininni.
Stefnt er að því að nýta þá sérþekkingu sem til er í útibúaneti Landsbankans og undirstofnunum Iðnaðarráðuneytisins, þ.e. Byggðastofnun, Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og styðja við einstök verkefni og styrkja tengsl sjóðsins við ferðaþjónustuna. Heildarframlag stofnenda á þessu ári og næsta verður 70 milljónir króna.
Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2012. Sótt er um í gegnum umsóknarkerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nánari upplýsingar um Íslands allt árið er að finna á heimasíðum Landsbankans og Nýsköpunarmiðstöðvar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.