Þykknar upp eftir hádegi
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er suðaustan 8-13 m/s og þykknar upp eftir hádegi, rigning með köflum. Suðvestan 8-13 og skúrir í kvöld og á morgun. Hiti 7 til 12 stig, en heldur svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir, en hægari og úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 6 til 12 stig yfir daginn, hlýjast austast.
Á föstudag:
Norðan 5-13 m/s og dálítil rigning N-til, en vestlægari og skúrir syðra. Hiti 4 til 11 stig, mildast við S-ströndina.
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 5-13 og rigning, einkum á S-verðu landinu en þurrt lengst af NA-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt. Úrkomulítið SA-lands, annars rigning eða slydda, en skúrir SV-til. Hiti 2 til 10 stig, mildast á SA-landi.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu.