Þýskir kokkar elda úr íslensku hráefni
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.09.2014
kl. 09.51
Þýsku kokkanemarnir sem nú sjá um veitingastaðinn Kaffi Krók og taka um leið þátt í þýskum raunveruleikaþætti hafa í nógu að snúast. Þau ætla að hafa opið á staðnum í dag, á morgun, miðvikudag og á föstudag.
Þá býðst Skagfirðingum og öðrum áhugasömum að smakka spennandi rétti úr íslensku hráefni. Á fimmtudaginn munu þau elda fyrir háskólanema á Hólum.
Það er margt spennandi á matseðli Þjóðverjanna. Í dag er m.a. boðið upp á folaldacarpacco eða hvítvínssúpu í forrétt, lunda, lambafile, heitreykta bleikju eða heimagert þýskt pasta í aðalrétt og Creme brulee þrennu eða súkkulaðishuffle í eftirrétt. Á morgun er stefnan að bjóða upp á grænmetisrétti.