Tindastóll leitar að þjálfara fyrir meistaraflokk karla
Tindastóll á Sauðárkróki hefur auglýst eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu. Tindastóll sem hefur á undanförnum árum leikið í 1.deild muna á komandi tímabili leika í 2.deild. Fráfarandi þjálfari er Bjarki Már Árnason.
Á næstu árum verður mest áhersla lögð á að byggja upp þá einstaklinga sem taka munu við keflinu í meistaraflokki en að sjálfsögðu einnig að standa sig vel í þeirri deild sem liðið spilar hverju sinni. Stefnumótun og framtíðarsýn viljum við gjarnan vinna með viðkomandi þjálfara sem mögulega væri með fleiri verkefni á sinni könnu fyrir félagið en þjálfun.
Leitað er að heiðarlegum, þolinmóðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér krefjandi verkefni með knattspyrnudeild Tindastóls. Metnaðarfull vinna fyrir bættri aðstöðu er í gangi um þessar mundir og eru væntingar miklar innan herbúða knattspyrnudeildarinnar.
Umsóknir og/eða fyrirspurnir má senda á Ómar Braga Stefánsson á netfangið omarbrst@gmail.com.