Tindastóll mætir Stjörnunni í kvöld

Nú er komið að því Domino's deild karla byrji. Fyrsti leikur Tindastóls er gegn hörku liði Stjörnunnar í Ásgarði Garðabæ klukkan 19:15 í kvöld. Húsið opnar kl. 19:00 og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til mæta og hvetja strákana áfram.

Þeir sem ekki komast suður til að fylgjast með leiknum geta mætt á Kaffi Krók, en þar verður leikurinn sýndur beint. Elfar Már Viggóson og félagar ætla að mæta á leikinn með græjurnar og senda beint út á þessari slóð. Ólafshús ætlar að bjóða upp á með pizza hlaðborð, á 1500 kr. fyrir manninn og 750 kr. fyrir  börn.

Fleiri fréttir