Tónleikaferðir um allan heim

Júlíus Aðalsteinn Róbertsson er fæddur og uppalinn í Hrútafirði í Húnaþingi vestra, sonur Hafdísar Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um tíma með nokkrum hléum og lauk þar 1. stigi vélstjórnar og útskrifaðist einnig sem húsasmiður.

Júlíus starfaði sem brúarsmiður í átta ár hjá brúarvinnuflokki sem er gerður út frá Hvammstanga en ákvað að hætta því sumarið 2012 og freista gæfunnar á öðrum sviðum. Hann flutti til Reykjavíkur og hefur síðan þá verið að spila á gítar og syngja með ungum manni að nafni Ásgeir Trausti.

-Eftir útgáfu plötunnar tók við talsvert spilerí hérna heima haustið 2012, svo vorum við Ásgeir ansi duglegir að hoppa út um allt með kassagítara oft í viku og jafnvel nokkrum sinnum á dag. Í ársbyrjun 2013 fórum við svo að færa okkur út fyrir landsteinana og má segja að við séum búnir að vera þar meira og minna síðasta eitt og hálfa árið. Það er auðvitað alveg magnað að fá tækifæri til að þvælast svona um heiminn og sjá nýja staði, segir Júlíus en viðtalið við hann er í nýjasta tölublaði Feykis.

Viðtalið í heild sinni má lesa í Feyki vikunnar.

Fleiri fréttir