Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
 
Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, meðal annars verða fluttir valdir kaflar úr dagskrá kórsins, tileinkuð Stefáni Íslandi.
Einsöngvarar eru Birgir Björnsson og Þorgeir J. Andrésson og kynnar dagskrár eru Agnar Gunnarsson og Björn Björnsson. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas R. Higgerson.
 

 

 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir