Tónleikar í Blönduóskirkju í kvöld
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
26.01.2009
kl. 09.00
Tónleikar verða í kvöld í og hefjast kl. 20:00. Þrír kórar koma fram á tónleikunum en þeir eru Kór Undirfells- og Þingeyrasókna, stjórnandi Sigrún Grímsdóttir, Kór Blönduósskirkju, stjórnandi Sólveig S. Einarsdóttir og Samkórinn Björk, stjórnandi Þórhallur Barðason, undirleikari Páll Barna Szabó. Fleiri söngatriði verða á dagskrá.
Ókeypis verður á tónleikana, en tónleikarnir eru jafnframt til styrktar orgelsjóði kirkjunnar en þeir sem vilja leggja smíðinni lið geta lagt inn á bankareikning númer 0307-18-930129 kt. 190334-2369.
Til gamans má geta þess að einn kórfélagi í Kór Blönduósskirkju og Samkórnum Björk er sjötugur en það er hann Heiðar Kristjánsson, oft kenndur við Hæli.