Tvær rútur enduðu utan vegar í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Mikill vindur og glerhálka var í Blönduhlíðinni í dag er rúta með tvo tugi unglinga endaði utan vegar. Engin slys urðu í því óhappi. Mynd: PF.
Mikill vindur og glerhálka var í Blönduhlíðinni í dag er rúta með tvo tugi unglinga endaði utan vegar. Engin slys urðu í því óhappi. Mynd: PF.

Seinni partinn í dag varð alvarlegt umferðarslys á þjóðvegi 1, skammt sunnan Blönduóss er hópbifreið endaði utanvegar og valt. Allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu var sent á vettvang og hafa farþegar verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi sem og í fjöldahjálparstöð Rauða krossins. Samkvæmt Facbooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru einhverjir slasaðra fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þjóðvegur 1. var lokaður vegna þessa.

Vísir.is greinir frá því að um hóp háskólanema er að ræða sem voru á leið til Akureyrar í tveimur rútum.

Þá varð annað óhapp framarlega í Blönduhlíð upp úr klukkan 14 er rúta með rúmlega 20 unglinga fauk út af en mikill hliðarvindur var á þessum slóðum og glerhálka á veginum. Engin slys urðu í því óhappi.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er víða flughálka og hvasst en búið er að opna þar sem var lokað fyrr í kvöld, bæði á Öxnadalsheiði og sunnan Blönduóss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir