Um 60 börn og unglingar í æskulýðsstarfi Þyts

Uppskeruhátíð Æskulýðsnefndar Þyts var haldin á Sveitasetrinu Gauksmýri sl. laugardag. Um 60 börn og unglingar tóku þátt síðasta starfsár og voru mörg af þeim börnum og unglingum samankomin á Gauksmýri til að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttökuna.

Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Þyts var æskulýðsstarf Þyts mjög fjölbreytt síðasta starfsár, má þar helst nefna hestafimleika, reiðnámskeið, Knapamerki 1 og 3, reiðhallarsýningu og ýmis mót sem tekið var þátt í.

Allir krakkarnir fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og grænan bol með merki félagsins. Kolbrún Stella formaður Þyts veitti verðlaun fyrir stigahæstu þrjá knapa barnaflokks og unglingaflokks.

Stigahæstu knapar í barnaflokki: Eysteinn, Rakel og Ingvar. Ljósm./Þytur Stigahæstu knapar í barnaflokki: Eysteinn, Rakel og Ingvar. Ljósm./Þytur

Stigahæstu knapar í barnaflokki:

  1. sæti Eysteinn Tjörvi Kristinsson
  2. sæti Rakel Gígja Ragnarsdóttir
  3. sæti Ingvar Óli Sigurðsson

Stigahæstu knapar í unglingaflokki: Eva Dögg, Karitas  og Kata tekur við viðurkenningu fyrir hönd Önnu Herdísar. Stigahæstu knapar í unglingaflokki:
Eva Dögg, Karitas og Kata tekur við viðurkenningu fyrir hönd Önnu Herdísar.

Stigahæstu knapar í unglingaflokki:

  1. sæti Eva Dögg Pálsdóttir
  2. sæti Karitas Aradóttir
  3. sæti Anna Herdís Sigurbjartsdóttir (Kata tók við viðurkenningunni fyrir hana)

Fleiri fréttir