Umhverfisdagar Skagafjarðar á föstudag og laugardag

Umhverfisdagar Skagafjarðar eru haldnir í dag og á morgun, dagana 15. og 16. maí. Á umhverfisdögum eru íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í Skagafirði hvött til að taka höndum saman, tína rusl, taka til og fegra nærumhverfi sitt og umfram allt, njóta umhverfisins.
Skemmtilegur áskorendaleikur er í gangi milli fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka þar sem aðilar fara út og tína rusl í kringum sig, setja mynd af sér á samfélagsmiðla og skora á önnur fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök að gera slíkt hið sama. Starfsfólk Svf. Skagafjarðar reið á vaðið í byrjun vikunnar og hafa önnur fyrirtæki og félög fylgt í kjölfarið. Áskorendakeppni fyrirtækja og félagasamtaka stendur yfir þessa viku.
Dagskrá umhverfisdaganna er á þessa leið:
Áskorendakeppni stendur yfir alla vikuna.
FÖSTUDAGUR 15. MAÍ – HAFNA- OG FJÖRUHREINSUN
Tökum höndum saman og hreinsum við hafnarsvæði og strendur í Skagafirði
LAUGARDAGUR 16. MAÍ – NJÓTUM UMHVERFISINS
Íbúar eru hvattir til að hreinsa til og fegra sitt nærumhverfi og nýta einnig daginn Allir sem fara út að plokka eru hvattir til að taka mynd af sér og deila á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #umhverfisdagar20. Passa þarf að færslan sé opin svo hægt sé að sjá hana og deila henni.
Sjá einnig Hófu umhverfisdaga 2020 í gær