Umsækjendur um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana

Á vef Velferðarráðuneytisins er sagt frá því að samtals bárust 22 umsóknir um stöður forstjóra sameinaðra heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum sem taka til starfa 1. október næstkomandi, en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst sl.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði verða sameinaðar undir heitinu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Umsækjendur um stöðu forstjóra eru fjórir:

-Bjarni Kr. Grímsson, verkefnastjóri

-Gerður Björk Sveinsdóttir, skrifstofustjóri

-Gunnar Alexander Ólafsson, verkefnastjóri

-Þröstur Óskarsson, forstjóri

 

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Umsækjendur um stöðu forstjóra eru átta:

-Anna Sigurbjörg Gilsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

-Bjarni Kr. Grímsson, verkefnastjóri

-Guðlaug Gísladóttir, viðskiptastjóri

-Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri

-Herdís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

-Jóhann F. Friðriksson, framkvæmdastjóri

-Jón Helgi Björnsson, forstjóri

-Jónas Vigfússon, fv. sveitarstjóri

 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum verða sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Umsækjendur um stöðu forstjóra eru 10:

-Bjarni Kr. Grímsson, verkefnastjóri

-Drífa Sigfúsdóttir, fv. rekstrarstjóri

-Elís Jónsson, rekstrarstjóri

-Guðlaug Einarsdóttir, verkefnastjóri

-Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri

-Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri

-Harpa Böðvarsdóttir, sviðsstjóri

-Herdís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

-Valbjörn Steingrímsson, forstjóri

-Þröstur Óskarsson, forstjóri

Fleiri fréttir