Unglingalandsmót - föstudagsdagskrá
17. Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Sauðárkróki í morgun í blíðskaparveðri og verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna um helgina. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti verið með og að þátttaka er lífsstíll. Mikið er lagt upp úr góðum ungmennafélagsanda og að fá alla til að vera með og taka þátt í því sem er í boði. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytni í kynningum á íþróttagreinum og margvíslegri afþreyingu.
Afþreyingadagskrá - föstudagur:
08:00-24:00 Þrautabraut - við Sundlaug
10:00-12:00 Söngsmiðja - Árskóli
13:00-14:00 Gönguferð um bæinn - mæting við Landsbankann
13:00-19:00 Handverk og kaffi - Maddömukot
14:00-19:00 Leiktæki - Landsmótsþorp
16:00-18:00 Júdó kynning - Sauðárkróksvöllur
16:00-18:00 Myndlistarsýning - Gúttó
16:00-17:00 Hæfileikasvið - Risatjald
17:00-18:00 Latibær - Risatjald
17:00-19:00 Sápukúluland - Landsmótsþorp
17:00-19:00 Andlitsmálun - Landsmótsþorp
20:00-21:30 Mótssetning - Sauðárkróksvöllur
21:30-23:30 Kvöldvaka - Risatjald