feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
07.07.2010
kl. 09.46
|
Norðanáttin segir frá því að Hvammstangaþríþrautin fór fram á Hvammstanga um síðastliðna helgi. Keppt var í bæði einstaklings og liðakeppni karla og kvenna.
Keppnin hófst í sundlauginni á Hvammstanga þar sem keppendum var gert að synda 400 metra. Þegar uppúr sundi var komið voru keppendur sendir áfram í 10.4 km langan hjólreiðatúr og því það var töluverð norðanátt þennan dag tók þetta vel á keppendurna. Keppnin endaði á 2.5 km hlaupi.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Einstaklingskeppni kvenna
1.sæti Hjördís Ósk 42:46
2.Sæti Kathrin 53:49
3.sæti Eygló (lauk ekki keppni)
Einstaklingskeppni karla:
1.sæti Már Hermannsson 47:31
Liðakeppni kvenna:
1.sæti Hildur Edda, María Ögn og Hjördís Ósk 37:40
2.sæti Sigrún Dögg, Ingveldur Ása og Jónína 45:48
3.sæti Kolbrún Lára, Bogga og Anna María 46:45
4.sæti Magga Sól, Sveinbjörg og Ragga Sveins 46:54
Liðakeppni karla:
1.sæti Albert, Pési og Guðmundur 42:14
2.sæti Már, Jónki og Aron 42:16
3.sæti Helgi, Sólveig og Gunni Sveins 44:20
Mótshaldarar þakka þátttökuna og þeim sem komu að keppninni með einum eða öðrum hætti. Stefnt er að því að halda aðra keppni í ágúst og þá er ekki um annað að ræða eiginlega en að draga fram sundskýlu, reiðhjólagallann og hlaupaskó og taka þátt þá. |
Fleiri fréttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.