Úrslit í Opna Vodafone og Coca Cola mótinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.08.2014
kl. 16.36
Opna Vodafone og Coca Cola mótið var haldið síðastliðinn laugardag. Samkvæmt vef Golfklúbbs Sauðárkróks var þátttaka mjög góð og leikfyrirkomulag var punktakeppni án forgjafar í kvenna- og karlaflokki og punktakeppni með forgjöf einn opinn flokkur.
Helstu úrslit í punktakeppni án forgjafar voru:
Karlar
Heiðar Davíð Bragason GHD - 36 punktar
Arnar Geir Hjartarson GSS – 35 punktar
Helgi Birkir Þórisson GSE – 34 punktar
Konur
Árný Lilja Árnadóttir GSS – 26 punktar
Svanborg Guðjónsdóttir GSS – 21 punktur
Sigríður Elín Þórðardóttir GSS – 18 punktar.
Nánari upplýsingar um úrslit eru á golf.is