Úthlutun styrkja úr Húnasjóði

Úthlutun styrkja úr Húnasjóði árið 2014 fór fram mánudaginn 18. ágúst sl. á kaffihúsinu Hlöðunni.

Samkvæmt vef Húnaþings vestra var samþykkt að styrkja eftirtalda aðila um 100.000 krónur hver:

Andri Páll Guðmundsson,nemi til BA prófs í ensku

Anna María Elíasdóttir, nemi til BS prófs í viðskiptafræði

Benjamín Freyr Oddsson,  nemi til BS prófs í íþrótta- og heilsufræði

Fannar Karl Ómarsson, nemi í vélfræði og vélstjórn

Gísli Már Arnarson, nemi í rafiðnfræði

Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, nemi til BA prófs í ferðamálafræði

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, nemi í hljóð-og tölvuleikjahönnun

Oddur Sigurðarson,nemi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun

Fleiri fréttir