Útsvarsprósenta óbreytt í Húnavatnshreppi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.12.2008
kl. 07.58
Hreppsnefnd Húnavatnshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í síðustu viku tillögu oddvita um að útsvarsprósenta ársins 2009 verði óbreytt frá fyrra ári eða 13,03%
Þá var fjárhagsáætlun fyrir næsta ár fyrri umræða. Áður hafði verið farið yfir helstu tekju- og kostnaðarliði og unnin drög að fjárhagsáætlun 2009. Farið var yfir rekstrarliði og fjárfestingar í fjárhagsáætlun. Voru menn sammála um að mikil óvissa sé um
tekjuliði áætlunar þar sem gera megi ráð fyrir talsverðum lækkunum á framlögum Jöfnunarsjóðs og alls óvíst er með greiðslu á aukaframlagi sjóðsins. Eftir yfirferð var fjárhagsáætlun vísað til annarar umræðu í hreppsnefnd.