Vel gekk á Landsmóti STÍ
Keppendum frá Skotfélaginu Markviss gekk vel á landsmóti STÍ sem fram fór á Húsavík síðastliðinn laugardag. Snjólaug M. Jónsdóttir bætti Íslandsmet sitt í kvennaflokki um eina dúfu, Guðmann Jónasson hafnaði í þriðja sæti á mótinu og Sverrir Snær vann 0-flokkinn. Þá hafnaði lið Markviss (Sverrir, Brynjar og Guðmann) í þriðja sæti í liðakeppninni.
Á Facebook síðu félagsins kemur fram að Alþjóðlega mótið SR-OPEN fer svo fram í Reykjavík um næstu helgi, Norðurlandamótið dagana 23.-24. ágúst á Akureyri og tímabilinu líkur svo á Bikarmótinu sem haldið verður af Skotfélagi Keflavíkur dagana 6.-7. september.
Undirbúningur fyrir næsta tímabil hefst svo þann 22. september, en þá fær Skotfélagið Markviss snillinginn Allen Warren til sín í nokkra daga til að vinna með keppnisfólki félagsins og Skotfélags Akureyrar.