Vetrardagskrá hafin í Húsi frítímans
Vetrardagskráin er nú hafin í Húsi frítímans á Sauðárkróki og er dagskráin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins og einnig á Facebooksíðu Húss frítímans, https://www.facebook.com/hus.fritimans.
Í vetur er boðið upp á opið hús fyrir 3.-10. bekk alla daga frá kl. 13:00 og þar til skipulögð dagskrá hefst fyrir ákveðna hópa en sú tímasetning er lítið eitt breytileg eftir dögum. „Við viljum biðja foreldra að fara yfir það með krökkunum að þeir eru alltaf velkomnir til okkar, geta kíkt á okkur á milli skóla og annarra tómstunda, borðað nestið hjá okkur, farið í leiki og skellt sér svo í aðrar tómstundirnar þegar að þeim kemur,“ segir í tilkynningu frá starfsfólki.
Skipulögð dagskrá er í boði fyrir 3.- 4. bekk á þriðjudögum kl. 14:30 - 16:30, fyrir 5.-7. bekk miðvikudaga kl. 15:00 - 17:00 og fyrir 8. - 10. bekk þriðjudaga kl. 19:30 - 22:00 og föstudaga kl. 20:00 - 22:00. Á föstudögum gengur frístundastrætó frá Varmahlíð og utan úr Fljótum og er þá skipulögð dagskrá fyrir alla aldurshópa sem auglýst er í hverri viku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.