Vextir og verðbætur - þjóðarböl

Á heimasíðu SAH afurða ehf. má finna pistil Sigurðar Jóhannessonar þar sem Sigurður talar um frétt  RÚV um afurðastöðvar og vaxtagreiðslur. Í pistli sínum segir Sigurður að vissulega sé rétt að háir vextir séu að sliga afurðarstöðvar en svo sé einnig um heimilin í landinu. Gerir Sigurður þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir leggi til hliðar pólitíska sérhagsmuni og einhendi sér í þá vinnu að ná töku á efnahagsástandinu, áður en það verður of seint. 
Segir Sigurður að öll ummæli stjórnmálmanna í þá veru að vaxtahækkun skaði ekki fyrirtækin í landinu dæma sig sjálf. Að sjálfsögðu skaða 18% stýrivextir, sem óhjákvæmilega leiða til 23 til 28% vaxta hjá fyrirtækjum og almenningi, alla sem þá þurfa að greiða. Að halda öðru fram ber vott um fáfræði og veruleikaflótta, sem þjóðin þarf síst á að halda núna.

Fleiri fréttir