Viðhald girðinga meðfram vegum í Blönduósbæ
Viðhaldi girðinga meðfram vegum í svf. Blönduósbæ skal vera lokið fyrir 30. júní samkvæmt því sem kemur fram á heimasíðu Blönduósbæjar. „Þar sem tilgangur girðinganna er að koma í veg fyrir lausagöngu búfjár meðfram vegum er mjög mikilvægt að viðhaldi sé lokið áður en umferð á vegum nær hámarki vegna sumarleyfa og heimsókna erlendra ferðamanna.“
Á síðunni kemur fram að Vegagerðin hafi vísað því til Blönduósbæjar að hlutast til um að viðhald girðinga með stofnvegum og tengivegum. Þegar því er lokið eru landeigendur beðnir um að tilkynna það til bæjarskrifstofu Blönduósbæjar en þá verður sannreynt ásamt veghaldara að viðhald sé fullnægjandi áður en greiðsla á hlut veghaldara er innt af hendi.