Víkingur komst yfir á lokamínútunni

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætti liði Víkings Ó. á Ólafsvíkurvelli í dag. Stólastúlkur byrjuðu leikinn vel og komust yfir strax á 2. mínútu þegar Kolbrún Ósk Hjaltadóttir skoraði fyrsta mark leiksins.

Rakel Svala Gísladóttir bætti svo við öðru marki Stólanna á 23. mínútu og staðan í hálfleik 0-2 fyrir Tindastóli.

Víkingsstúlkur voru ekki lengi að minnka muninn í seinni hálfleik, en Yekaterina Mazareva Gohkman skoraði fyrsta mark Víkings í leiknum á 63. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Freydís Bjarnadóttir við öðru marki fyrir lið Víkings og staðan orðin 2-2. Það var svo María Rún Eyþórsdóttir sem kom liði Víkings Ó. yfir á lokamínútu leiksins. Lokastaða 3-2 fyrri Víking Ó.

Stólastúlkur eru eftir leikinn í 4. sæti riðilsins með 15 stig eftir 10 leiki. Víkingur Ó. fylgir fast á eftir í 5. sæti með 13 stig eftir 9 leiki.

Næsti leikur Tindastóls er laugardaginn 26. júlí, en þá taka stelpurnar á móti liði Grindavíkur á Sauðárkróksvelli og hefst leikurinn kl. 14:00.

Fleiri fréttir