Vinnsla kalkþörunga í Húnaflóa enn í skoðun
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
10.03.2009
kl. 09.25
Á síðasta fundi byggðaráðs Húnaþings vestra mætti Jón Óskar Pétursson, framkvæmdastjóri SSNV til fundarins. Farið var yfir rannsókn sem SSNV hefur unnið í samvinnu við sveitarfélagið um möguleika til vinnslu kalkþörunga í Húnaflóa.
Þá voru mætt til fundarins Guðmundur H. Sigurðsson og Hrafnhildur Víglundsdóttir, fulltrúar Húnaþings vestra í stjórn Vaxtasamnings Norðurlands vestra. Fóru þau ásamt Jóni Óskari almennt yfir yfir framkvæmd vaxtasamningsins og einstök verkefni í Húnaþingi vestra sem styrkt hafa verið á grundvelli samningsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.